Hoppa yfir valmynd
9. mars 2011 Utanríkisráðuneytið

Lúganósamningurinn fullgiltur

Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, sem gerður var í Lúganó 30. október 2007, hefur verið fullgiltur og mun öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. maí næstkomandi. Ákvæði samningsins og bókana sem honum fylgja munu öðlast lagagildi hér á landi frá og með þeim tíma, sbr. lög nr. 7/2011 sem Alþingi samþykkti 20. janúar sl. Samningurinn kemur í stað eldri Lúganósamnings sem gerður var 16. september 1988 og heimilað var að fullgilda með lögum nr. 68/1995.

Lög nr. 7/2011 á vef Alþingis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta