Hoppa yfir valmynd
9. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Lúganósamningurinn öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. maí 2011

Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum öðlast gildi gagnvart Íslandi þann 1. maí næstkomandi. Ákvæði hans og þeirra þriggja bókana sem honum fylgja öðlast lagagildi hér á landi frá og með þeim tíma, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Alþingi samykkti lög um Lúganósamninginn 20. janúar sl. þar sem veitt er veitt heimild til þess að fullgilda samninginn sem undirritaður var af hálfu íslenska ríkisins 30. október 2007 og kemur í stað eldri Lúganósamnings sem undirritaður var 16. september 1988 og staðfestur með lögum nr. 68/1995. Ákvæði laganna sem heimila fullgildingu hans tók gildi 11. febrúar sl. og voru fullgildingarskjöl Íslands send svissneskum yfirvöldum í kjölfarið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta