Unnið að bættum veðurspám með auknu samstarfi
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF), undirrituðu í dag samning um aðild Veðurstofu Íslands að ECMWF. Veðurstofan hefur átt aukaaðild að reiknimiðstöðinni frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar.
Veðurstofur flestra aðildarþjóða nota spár ECMWF í starfsemi sinni. Reiknimiðstöðin rekur mjög öflugt gagnaver með ofurtölvum. Með fullri aðild Íslands að ECMWF mun Veðurstofan fá aðgengi að reikniafli stofnunarinnar sem mun væntalega skila sér í bættum veðurspám.
Frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Nánar má lesa um sögu reiknimiðstöðvarinnar, hlutverk hennar og mikilvægi, á heimasíðu Veðurstofu Íslands.