Orkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra heimsótti Vestfirðinga í vikunni og hélt tvo fjölmenna fundi á Patreksfirði og Ísafirði. Tilefnið var að ræða nýútkomna skýrslu um Orkuöryggi og atvinnumál á Vestfjörðum. Með á fundunum voru forstöðumenn þeirra stofnana sem heyra undir iðnaðarráðuneytið þammig að nýsköpunarmál, ferðamál og málefni Byggðastofnunar voru einnig rædd.
Það jafnast ekkert á við bein og milliliðalaus samskipti og fundirnir voru – eins og fundir eru jafnan á Vestfjörðum - kraftmiklir og beinskeyttir, enda umræðuefnin brýn. En nú liggur skýrslan fyrir með greiningu á ástandinu og tillögum til úrbóta. Næsta skref er að gera framkvæmdaáætlun - orkuöryggi Vestfirðinga skal aukið!