Fjörmikil matarást á Íslandi ... Food and fun!
Eitt helsta sóknarfærið í ferðaiðnaði á Íslandi er að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna sumarferðatímabils. En þá þarf líka að vera gott framboð af spennandi viðburðum og afþreyingu fyrir ferðamennina. Undanfarin 10 ár hefur Food and fun matarhátíðin verið ein af skrautfjöðrunum í vetrarferðamennsku í Reykjavík. Hátíðin hefur borið hróður Íslands um víða veröld enda löngu sannað mál að leiðin að hjarta túristans liggur í gegnum magann!
Sextán veitingahús taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og fyrirkomulagið verður með nýjum hætti. Veitingahúsunum verður skipt í þrjá riðla. Stór dómnefnd mun borða á öllum veitingastöðunum og velja eitt veitingahús úr hverjum riðli. Gestakokkar veitingahúsanna þriggja munu svo keppa um titilinn „Matreiðslumeistari Food and Fun 2011“.
Food and fun hátíðin stendur til sunnudagsins 13. mars – verði ykkur að góðu!