Hoppa yfir valmynd
14. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Jákvæð orka í samskiptum Indlands og Íslands

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Í framhaldi af DIREC 2010 - ráðstefnu um endurnýjanlega orku í Nýju-Delhí – átti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sérstaka fundi með Dr. Farooq Abdullah, ráðherra nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa á Indlandi, Omar Abdullah, forsætisráðherra í  Kasmír, og ráðherra vísinda- og tæknimála ásamt forstjóra Orkubúsins í Kasmír. Á fundunum kom fram mikill áhugi á samstarfi við Íslendinga um virkjun jarðhita og vatnsafls.

Athafnir hafa fylgt góðum orðum og nú þegar eru a.m.k. tvö samstarfsverkefni komin vel af stað. Reykjavík Geothermal og indverska fyrirtækið Thermax eiga í samstarfi um byggingu jarðhitavirkjana á Indlandi og þá hafa verið undirritaðir ráðgjafasamningar milli Landsvirkjunar Power og verkfræðistofunnar Verkís annars vegar og Krishna Hydropower, Gita Investment og OM Energy hins vegar um hönnun, byggingu og rekstur vatnaflsvirkjana í Himalayafjöllum.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra talaði á viðskiptaráðstefnu sem haldin var í dag að frumkvæði indverska sendiráðsins. Ráðstefnan einkenndist af jákvæðu andrúmslofti og það er segin saga að þar sem er jákvæðni þar eru líka tækifæri til að láta góða hluti gerast.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta