Norrænir umhverfisráðherrar ræddu um grænt hagkerfi
Meta verður velferð einstaklinga og þjóðfélaga með fleiri mælikvörðum en efnahagslegum að mati norrænu umhverfisráðherranna sem hittust á fundi í Brussel í gær. Ráðherrarnir ræddu einnig grænt hagkerfi og möguleika því tengda.
Ráðherrarnir segja í yfirlýsingu að nú fari fram umfangsmikið norrænt samstarf á sviði umhverfismála, til dæmis um hið vinsæla umhverfismerki Svaninn. Það hafi stuðlað að ýmis konar nýsköpun sem muni efla grænan hagvöxt. Grænt hagkerfi verður eitt megin umfjöllunarefnið á Ríó+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í júní 2012.
Þátttakendur á fundinum voru þau Paula Lehtomäki frá Finnlandi, Andreas Carlgren frá Svíþjóð, Erik Solheim frá Noregi, Karen Ellemann frá Danmörku, Svandís Svavarsdóttir frá Íslandi, Lida Skifte Lennert frá Grænlandi, Annika Olsen frá Færeyjum og Katrin Sjögren frá Álandseyjum.
Nánar á norden.org.