Hoppa yfir valmynd
17. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Viðræðum um veiðar á úthafskarfa lokið

Nr. 10/2011

Dagana 16. – 17. mars var haldinn fundur um stjórnun veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg en viðræður hafa staðið árum saman. Samkomulag náðist á milli Íslands, Grænlands, Færeyja,  Evrópusambandsins og Noregs og gildir það út árið 2014. Fulltrúar Rússlands mættu ekki til fundarins.

Ástand úthafskarfastofnanna hefur í mörg ár verið alvarlegt og veiðar verið langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES). Samkomulagið felur í sér að engin veiði verður úr efri stofni úthafskarfans en miðað er við að afli ársins 2011 úr neðri stofni verði 38 þúsund tonn.

Stefnt er að því að árið 2014 verði aflinn í samræmi við ráðgjöf.. Ennfremur var ákveðin skipting heildaraflamarks á milli ríkjanna og koma 31,02% í hlut Íslands.

Formaður íslensku sendinefndarinnar var Kristján Freyr Helgason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta