Tengsl akademíu og menningartengdrar ferðaþjónustu
Markmið málstofunnar er að kalla á umræðu um það hver aðkoma hugvísindaakademíunnar geti verið – skuli vera – að ferðaþjónustu, sem á örskömmum tíma er orðin ein af aðalatvinnugreinum landsins. Unnið er markvisst að uppbyggingu greinarinnar og framundan blasir enn við aukning að því marki sem valda mun róttækum breytingum á íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að menningartengdri ferða-þjónustu, fagþekkingu hugvísinda á því sviði og stefnu, eða stefnuleysi, þeirra sem að uppbyggingunni standa. Stefnt er að því að umræða málstofunnar snúist meðal annars um hvernig þekking þeirra sem hafa menntað sig á sviði hug- og mannvísinda geti nýst til þess að auka gæði fyrirtækja og verkefna og um leið bætt atvinnumöguleika menntaðs fólks í hinni nýju atvinnugrein. Fyrirlestar:
Lára Magnúsardóttir, Forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs HÍ á Norðurlandi vestra: Þegar menning er atvinnulíf
Áki G. Karlsson, , þjóðfræðingur: Hagnýt(t) og ónýt(t) fræði: Hvernig þjóðfræðin bjó til menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og mennta- og menningarmálaráðherra: Menning og atvinna – andstæður eða samstæður?
Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands: Menningarminjar og menningartengd ferðaþjónusta
Jón Jónsson, , menningarfulltrúi Vestfjarða: Rótað í framtíðinni: Gæðaþróun og samvinna
Sólveig Ólafsdóttir, , framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar: Friðargæslusveit UNESCO og upphefðin að utan
Málstofustjóri: Valdimar Tryggvi Hafstein, dósent í þjóðfræði