Hoppa yfir valmynd
22. mars 2011 Matvælaráðuneytið

ValaMed segir krabbameinsfrumum stríð á hendur

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Sprotafyrirtækið ValaMed ehf. framkvæmir og þróar lyfjanæmispróf fyrir krabbameinslækningar. Markmiðið með prófunum er að finna nákvæmlega út hvaða lyf hentar hverjum sjúklingi  áður en hin eiginlega meðferð hefst. Með lyfjanæmisprófi er unnt að meta þau lyf sem til greina koma  og tryggja að besta mögulega lyfið sé valið fyrir hvern sjúkling. Með því móti  verður meðferðin allt í senn markvissari, ódýrari og líklegri til árangurs.

ValaMed er frumkvöðull hér á landi í gerð lyfjanæmisprófa og þróar aðferðafræðina til almennra nota við fleiri krabbamein en gert er í dag. Einstaklingsbundið krabbameinslyfjanæmispróf á æxli sjúklings getur leitt í ljós hvaða krabbameinslyf vinna best á viðkomandi æxli áður en lyfjameðferð hefst. Á þann hátt er komið í veg fyrir áhrifalausar meðferðir og aukaverkarnir sem þeim fylgja.

Markmið fyrirtækisins er að innleiða lyfjanæmispróf sem óaðskiljanlegan hluta af krabbameinsmeðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins með því m.a. að þróa næmari og áreiðanlegri lyfjaofnæmispróf, sem ná til fleiri gerða krabbameinssýna og krabbameinslyfja.

Linkur fyrir þá sem vilja vita meira  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta