Hoppa yfir valmynd
23. mars 2011 Forsætisráðuneytið

Greinargerð mannauðsráðgjafa í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010

Í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010 hefur Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi, sem vann að ráðningarferli við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu sent frá sér meðfylgjandi greinargerð sem hér með er gerð opinber.

Arndís Ósk Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi stjórnunar- og mannauðsráðgjafi og hefur sérhæft sig í einstaklingsþjálfun stjórnenda og teyma (e. executive coaching), mati á stjórnendum og stjórnendahæfni, ásamt því að sjá um ýmsar mælingar á sviði stjórnunar og starfsumhverfis. Arndís lauk BA prófi í sálfræði frá Macalester College í Bandaríkjunum 1997 og MSc. í vinnusálfræði frá UMIST í Bretlandi 1999. Hún veitti mannauðsráðgjöf ParX viðskiptaráðgjöf IBM forstöðu frá 2006-2009 og hefur undanfarin tólf ár starfað sem stjórnunarráðgjafi, aðallega fyrir bresk fyrirtæki og stofnanir, sem og alþjóðleg fyrirtæki.  Hún er meðlimur í breska sálfræðingafélaginu og er stofnfélagi í Special Group in Coaching Psychology innan breska sálfræðingafélagsins.  Hún sat í stjórn Félags íslenskra markþjálfunar við stofnun félagsins og sat í stjórn TM Software 2009-2010.  Arndís hefur kennt stjórnun og vinnusálfræði í háskólum á Íslandi og ásamt því að hafa sinnt kennslu í UMIST og Manchester Business School í Bretlandi.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta