Hoppa yfir valmynd
23. mars 2011 Utanríkisráðuneytið

Opið hús í íslenska sendiráðinu í Tókýó fyrir Íslendinga

Tokyo-22-mars-2011
Tokyo-22-mars-2011

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra Íslands í Tókýó bauð í dag Íslendingum í borginni á upplýsingafund til að ræða ástand mála og hagi þeirra sem þar eru. Sendiherra sagði frá starfi sendiráðsins og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og þeirri aðstoð sem Íslendingum í Japan hefur verið veitt síðan jarðskjálftinn mikli varð 11. mars sl. Á fundinum var farið yfir stöðu mála varðandi hættuna af jarðskjálftum og geislamengun. Átta Íslendingar komu í sendiráðið, um helmingur þeirra sem eftir eru í borginni, en margir þeirra sem að jafnaði búa í Tókýó hafa flutt sig tímabundið um set.

Íslendingum innan 300 km radíus frá Fukushima kjarnorkuverinu, þ.m.t. þeim sem búa í Tókýó, hefur verið boðið að fá joðtöflur. Þær á einungis að taka ef geislun eykst mjög tímabundið og þá samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum sem fylgja. Sendiráðið hefur á síðustu dögum afhent nokkurn fjölda skammta af joðtöflunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta