Hoppa yfir valmynd
24. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Lög um stuðning við nýsköpun samþykkt af ESA

ESA samþykkti í gær fyrirkomulag til stuðnings nýsköpunarfyrirtækja sem byggir á lögum 159/2009. Markmið þeirra er að bæta og styðja við rannsóknir og tækniþróun. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir 2010 og framhaldsumsóknir verða birtar á heimasíðu Rannís á næstunni.

Nýsköpunarfyrirtæki geta í gegnum stuðningskerfið sótt um skattafslátt til Rannís. Ríkisaðstoðin getur numið 20% af kostnaði verkefnis eða að hámarki 100 eða 150 milljónum kr. Heildarkostnaður verkefnis getur verið hærri, en stuðningurinn á aðeins við um kostnað að skilgreindu hámarki. Stuðningurinn verður veittur sem endurgreiðsla á greiddum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækisins.

ESA telur stuðningskerfið vera innan marka viðmiðunarreglna stofnunarinnar á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Verkefni sem falla undir nýsköpunarstuðninginn uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í viðmiðunarreglunum sem og kostnaðarþættir og umfang aðstoðarinnar. Jákvæð áhrif þess að stuðla að rannsóknum og tækniþróunum vega þar af leiðandi upp á móti þeim mögulegu neikvæðu áhrifum sem ríkisaðstoðin gæti haft á samkeppni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta