Hlustið á okkur - Hvað eflir og hvað hindrar þátttöku allra barna og unglinga í lýðræðislegu námssamfélagi skólanna?
Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar, í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgreiningar 31. mars
Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgreiningar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Ráðstefnan ber heitir Hlustið á okkur - Hvað eflir og hvað hindrar þátttöku allra barna og unglinga
í lýðræðislegu námssamfélagi skólanna?
Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu nemenda af námi við skóla sem leitast við að fylgja
skólastefnunni skóli án aðgreiningar.
Ráðstefnustjórar eru Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Atli Lýðsson varaformaður Þroskahjálpar.
Dagskrá
13.30-13.40 Setning. Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar
13.40-14.05 Raddir barna af barnafundi - Kynning á rannsókn. Ragnheiður Axelsdóttir M.Ed. Sérkennari
14.05-14.10 Viðtal við grunnskólabörn - Myndbrot frá Kvikmyndaskóla Íslands.
14.10-14.30 Að virða börn. Um réttindi barna. Dr. Gunnar Finnbogason, prófessor við Menntavísindasvið
14.30- 15.00 Kaffi
15.00-15.20 Rödd unglinga – hvernig á skólinn að vera. Fyrstu niðurstöður úr spurningakönnun
meðal unglinga í 20 grunnskólum. Dr. Amalía Björnsdóttir, dósent við Menntavísindasvið
15.20-15.40 Hrannar Halldórsson Bachmann 15 ára
15.40-15.35 Viðtal við unglinga í framhaldsskóla - Myndbrot frá Kvikmyndaskóla Íslands.
15.35-15.55 „Leikskólagangan af sjónarhóli barna“. Dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið
15.55-16.00 Viðtal við leikskólabörn - Myndbrot frá Kvikmyndaskóla Íslands.
16.00-16.15 Ráðstefnulok Dr. phil. Dóra S. Bjarnason, prófessor við Menntavísindasvið og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar
Skráning á ráðstefnuna
- Ráðstefnan er styrkt af Menntavísindasviði HÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Kvikmyndaskóla Íslands.
- Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. (Kaffisjóður 500kr.)