Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á fund norrænna ráðherra
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr í vikunni fund Norrænu ráðherranefndarinnar með ráðherrum sjávarútvegs- og landbúnaðarmála sem haldinn er í Kaupmannahöfn. Auk Jóns sækir Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins er samstarf Norðurlandanna á sviði erfðaauðlinda.