Hoppa yfir valmynd
29. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Ævintýraheimur Tulipop teygir sig til Svíþjóðar og Bandaríkjanna

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það er erfitt annað en að falla fyrir litríkum og krúttlegum fígúrunum í Tulipop ævintýraheiminum. Hver fígúra á sitt nafn og sinn eigin hugarheim og skreyta meðal annars minnisbækur, veggspjöld og gjafakort. Það eru vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir sem stofnuðu íslenska hönnunar- og hugmyndafyrirtækið Tulipop í janúar 2010. Ríkulega myndskreytt ritfangalína kom á markað í mars í fyrra og fór salan fram úr björtustu vonum.

Tulipop vörurnar eru nú seldar í sjö verslunum í Svíþjóð, þar af fjórum í Stokkhólmi og einnig í tveimur verslunum í New York. Draumurinn er að færa enn meira út kvíarnar og er stefnt að því að kynna Tulipop fyrir verslunum og umboðsaðilum víða um heim á árinu.

MP banki fékk fyrirtækið til liðs við sig í upphafi árs til að hanna og þróa umgjörð utan um barnaþjónustu bankans. Signý hannaði bauk fyrir bankann og fylgir bauknum bókin "Mosa saga" sem skrifuð er af Úlfi Eldjárn í samstarfi við Tulipop. Í Mosa sögu segir frá Mosa og vinum hans í skóginum og því hvernig Mosi fer að því að safna fyrir loftbelgnum sem hann dreymir um að eignast.     

Tulipop hefur aðstöðu í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, í Kvosinni Lækjargötu. Í Kvosinni eru hátt í 30 fyrirtæki starfandi á tveimur hæðum, sem nýta sér þá aðstöðu og þjónustu sem Nýsköpunarmiðstöð hefur upp á að bjóða á góðu og viðráðanlegu verði fyrir unga hönnuði og athafnafólk.  

Tulipopp

Tulipopp
Tulipopp

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta