Hoppa yfir valmynd
30. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Inspired by Iceland „inspírerar“ dómnefnd Effie verðlaunanna

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Að baki framúrskarandi árangri Íslands á hinum alþjóðlega ferðamarkaði liggur mikil vinna og metnaður fjölmargra aðila. „Inspired by Iceland“ verkefnið sem hleypt var af stokkunum í kjölfar eldgossins í Eyjafkallajökli hefur vakið mikla athygli út um allan heim og rétt í þessu voru þær fregnir að berast að verkefnið hafi verið tilnefnt til hinna virtu Effie verðlauna en þau þykja ein virtasta viðurkenning sem markaðsfólki í heiminum getur hlotnast. Það er því ekki lítill heiður fyrir markaðsherferðina „Inspired by Iceland“ að vera komin alla leið í lokaúrslit – en tilkynnt verður um úrslit í júnímánuði í New York.

Þeir einir koma til álita til Effie verðlauna sem þykja hafa náð með meistaralegum hætti báðum þeim þáttum sem eru hvað mikilvægastir í öllu markaðsstarfi, þ.e. að markaðsherferðin byggi á leiftrandi hugmynd og útfærslu og að hún hafi sannarlega skilað frábærum árangri; hugmyndir sem virka!

Það eru auglýsingastofurnar Íslenska og Brooklyn Brothers sem sameiginlega eru tilnefndar til verðlaunanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum