Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins Kristín Huld Sigurðardóttir afhenti mennta- og menningarmálaráðherra bók um notkun loftmyndatækni til að greina fornleifar
Kristín Huld Sigurðardóttir afhenti mennta- og menningarmálaráðherra bók um notkun loftmyndatækni til að greina fornleifar í morgun. Þar er fjallað ítarlega um hvernig ný tækni getur nýst til að gægjast undir yfirborðið og greina fornleifar sem væntanlega mun hafa mikil áhrif þróun fornleifarannsókna á næstu árum. Vegleg ráðstefna var haldin um málefnið hér á landi síðastliðið vor í boði Fornleifaverndar ríkisins.