Hoppa yfir valmynd
31. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Heimavænn hugbúnaður fyrir upptöku og greiningu á heilariti

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Medical Algorithms er fyrirtæki með sérhæfingu í tæknilegum hugbúnaði m.a. fyrir lækningartæki. Innan borðs er mikil reynsla í merkjafræði og tölulegri greiningu sem og í hugbúnaðarferlum og reglum fyrir lækningartæki. Meðal verkefna er gerð hugbúnaðar fyrir upptöku og greiningu á heilariti.

Stór hluti af greiningu flogaveiki felst í því að taka heilarit af sjúklingnum. Útfærslan getur verið margs konar, en oft þarf að gera langa upptöku, þ.e. nokkra daga til að ná fullnægjandi upplýsingum. Mikill kostur er að hafa myndband af sjúklingnum um leið þannig að hægt sé að sjá saman heilaritið og klínískt ástand sjúklingsins. Í dag fer slík mæling fram á sjúkrastofnun en Medical Algorithms með stuðningi Tækniþróunarsjóðs vinnur að tæknilegri lausn þess efnis að mæling geti farið fram á heimili sjúklingsins þegar það hentar. Hugmyndin er að þróa búnað sem sendir heilarit og myndband yfir internet til sjúkrastofnunar þannig að hægt sé að hafa eftirlit með framgangi mælingar og hefja úrvinnslu gagna þaðan. Með þessu geta sjúkrastofnanir náð fram sparnaði þar sem ekki þarf að leggja sjúkling inn á sjúkrahúsið og hugsanlega fæst betri greining í mörgum tilfellum þar sem sjúklingurinn er í sínu venjulega umhverfi á meðan á mælingu stendur.

Medical Algorithms er eitt af fyrirtækjunum í KÍM-Medical Park við Sundahöfn - en þar er klasi frumkvöðlafyrirtækja í heilbrigðistækni og skyldum greinum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta