Hoppa yfir valmynd
31. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Ríkisborgararéttur ekki söluvara

Vegna umræðu um ríkisborgararétt á Íslandi vill innanríkisráðuneytið ítreka að ríkisborgararéttur er ekki til sölu og engar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf sem gefa til kynna að slíkt sé mögulegt.

Á liðnu hausti bárust dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu fyrirspurnir frá útlöndum þar sem vísað er til sögusagna um að á Íslandi hafi verið samþykktar nýjar reglur um að mögulegt sé fyrir útlendinga að kaupa íslenskan ríkisborgararétt án þess að búa hér á landi eða vera af íslenskum uppruna. Vísað er til þess að Ísland hafi tekið upp svokallað Economic Investment Citizenship Programme sem í felist öll þau réttindi sem fylgja íslenskum ríkisborgararétti.

Engin áform um breytingar

Afstaða innanríkisráðuneytisins er óbreytt frá liðnu hausti og vill ráðuneytið árétta að engar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf í þessa veru. Ráðherra hefur engin áform um að leggja til slíkar breytingar þar sem vikið verði frá almennum skilyrðum laga um íslenskan ríkisborgararétt gegn greiðslu eða vegna viðskiptalegra sjónarmiða.

Minna má á að íslensk stjórnvöld hafa samið við erlend ríki um réttindi sem íslenskir ríkisborgarar njóta í öðrum ríkjum, svo sem búseturétt, ferðafrelsi án takmarkana og aðgang að mörkuðum, t.d. á grundvelli norrænna samninga, EES-samnings, Schengen samstarfs o.fl.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta