Hoppa yfir valmynd
31. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Heimili og skóla undirritaður

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skrifað undir samstarfssamning við samtökin Heimili og skóli. Samningurinn er til eins árs og felur í sér fjárframlag sem tryggir rekstur samtakanna.

heimili og skóli undirritun 2011
heimili og skóli undirritun 2011

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skrifað undir samstarfssamning við samtökin Heimili og skóli. Samningurinn er til eins árs og felur í sér fjárframlag sem tryggir rekstur samtakanna.

Í samningnum felst að Heimili og skóli munu annast símaráðgjöf fyrir foreldra barna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið símaráðgjafar er að aðstoða fólk við að fylgja eftir málum ef þörf krefur þannig að viðeigandi úrlausn finnist hverju sinni. Samtökin munu einnig annast þjónustu og upplýsingagjöf við foreldraráð og foreldrafélög í leik,- grunn- og framhaldsskólum og fulltrúa foreldra í skólaráðum og skólanefndum sem miðist við að treysta sem best starfsemi þeirra. Samtökin munu einnig sjá til þess að upplýsingum fyrir foreldra um mál er varða uppeldi og aðkomu foreldra að skólastarfi sem og upplýsingar til foreldraráða, skólaráða, foreldrafélaga og bekkjarfulltrúa verði aðgengilegar á heimsíðu þeirra. Einnig er gert ráð fyrir að samtökin vinni að eflingu svæðasamtaka foreldraráða, skólaráða og foreldrafélaga með sérstaka áherslu áð efla starf þeirra á landsbyggðinni og koma á tengslum milli landshluta.
Meginmarkmið Heimila og skóla - landssamtaka foreldra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna með því að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og skóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta