Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

Við mælum með Tellmetwin fyrir afþreyingu og daGeek fyrir listir

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Internetið er magnaður samskiptavöllur og tækifærin fyrir frumkvöðla með snjallar lausnir hvernig tengja megi saman einstaklinga um allan heim eru óteljandi.

Veffyrirtækið Tellmetwin sem staðsett er í Kvosinni rekur tvær vefsíður sem báðar byggja á sömu hugmyndafræðinni; að sameina fólk með líkan smekk fyrir menningu af öllu tagi. Tellmetwin er þannig mjög fullkomið meðmælendanet sem fær fólk til þess að opna augun fyrir spennandi kvikmyndum eða leggja eyrun við flottri tónlist vegna þess að einhver sem er á svipaðri bylgjulengd mælti sérstaklega með henni.

tellmetwin.com er meðmælasíða fyrir afþreyingu ýmis konar, s.s. kvikmyndir, tónlist, bækur og  sjónvarpsþætti.

daGeek.com er meðmælasíða fyrir hvers konar listir; málverk, skúlptúr, ljósmyndum, dans, leiklist og fleira.

Gott orðspor og jákvætt umtal er gulls ígildi í allri  markaðssetningu og á samskiptasíðum geta góðir hlutir aldeilis komist á flug. Þetta virkar þannig að notandi Tellmetwin gefur t.d. kvikmyndum einkunnir og byggt á þeim parar forritið viðkomandi  saman við aðra einstaklinga með svipaðar skoðanir og pælingar. Galdurinn felst í mannlega þættinum - einn maður að spyrja annan – og á bak við þetta eru heljarinnar útreikningar sem fyrirtækið hefur unnið að þróun á síðustu þrjú árin. 

Tellmetwin hefur vakið verðskuldaða athygli og hreppti  t.d. hin virtu Red Herring verðlaun sem „Top 100 European Technology Company“.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta