Vorið komið í mennta- og menningarmálaráðuneytið
Snemma morguns fengu ráðherra og starfsfólk mennta- og menningarmálaráðuneytisins kærkomna heimsókn frá Kvennaskólanum í Reykjavík.
Snemma morguns fengu ráðherra og starfsfólk mennta- og menningarmálaráðuneytisins kærkomna heimsókn frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þriðjubekkingar skólans komu og sungu og dönsuðu fyrir utan ráðuneytið. Heimsókn nemendanna er árlegur viðburður á peysufatadegi skólans og er haft á orði í húsinu að nú sé vorið komið.
Starfsfólk þakkar nemendunum kærlega fyrir skemmtunina.