Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

Strandveiðar

 

Nr. 14/2011

Strandveiðar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011.

Þetta er þriðja sumarið sem frjálsar handfæraveiðar með takmörkunum á heildarmagni eru heimilaðar en lög um þær tóku fyrst gildi 19. júní 2009 og voru síðan styrkt síðastliðið vor með lögum nr. 32/2010 um breytingu á lögum 116/2006 um stjórn fiskveiða. Með strandveiðum hefur náðst umtalsverður árangur í þá veru að örva og styrkja atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.

Reglugerð ráðherra nú tekur mið af þeirri reynslu sem komin er af strandveiðum síðastliðin sumur og eru breytingar frá fyrra ári óverulegar.

Aflaheimildir samkvæmt reglugerðinni skiptast á fjögur landsvæði með eftirfarandi hætti:

  1. Eyja- og Miklaholtshreppur - Súðavíkurhreppur. Í hlut þess koma alls 1.996 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 499 tonnum í maí, 599 tonnum í júní, 599 tonnum í júlí og 299 tonnum í ágúst.
  2. Strandabyggð - Grýtubakkahreppur. Í hlut þess koma alls 1.420 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 355um tonn í maí, 426 tonnum í júní, 426 tonnum í júlí og 213 tonnum í ágúst.
  3. Þingeyjarsveit - Djúpavogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.537 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 231 tonni í maí, 307 tonnum í júní, 538 tonnum í júlí og 461 tonni í ágúst.
  4. Sveitarfélagið Hornafjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 1.047 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 419 tonnum í maí, 366 tonnum í júní, 157 tonnum í júlí og 105 tonnum í ágúst.

Hér er eina breytingin frá fyrra ári sú að tilfærsla hefur verið gerð milli tímabila á svæði C, þar sem skiptingin var á fyrra ári þannig að hlutfallslega meira kom áður til veiða á fyrri hluta tímabilsins og byggir þessi breyting á reynslu síðasta árs.

Hlutfallsleg skipting aflaheimilda eftir mánuðum er:

  maí júní júlí ágúst samtals
Svæði A 25% 30% 30% 15% 100%
Svæði B 25% 30% 30% 15% 100%
Svæði C 15% 20% 35% 30% 100%
Svæði D 40% 35% 15% 10% 100%

Sem fyrr er sama fiskiskipi aðeins veitt leyfi til strandveiða á einu landsvæði á fiskveiðiárinu. Þá hefur sú breyting tekið gildi að óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark umfram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fiskveiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strandveiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark ársins umfram það sem flutt hefur verið til þeirra.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta