Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðuneytið flytur um set í næstu viku

Innanríkisráðuneytið flytur næstkomandi fimmtudag, 14. apríl, í framtíðarhúsnæði við Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Afgreiðsla ráðuneytisins verður hins vegar opnuð á nýja staðnum frá og með mánudegi 11. apríl og ef til vill verður ekki unnt að veita fulla þjónustu fyrr en undir hádegi þann dag.

Kort
kort_a_vef_flutningar

Vegna flutninganna verður þjónusta ráðuneytisins í lágmarki fimmtudaginn 14. apríl þar sem tölvur og símar starfsmanna verða aftengd og síðan tengd aftur á nýjum stað. Skiptiborð og afgreiðsla við Sölvhólsgötu verða hins vegar opin frá klukkan 8.30 til 16. Gengið er inn frá Ingólfsstræti – sjá meðfylgjandi kort.

Eins og kunnugt er tók innanríkisráðuneytið til starfa í byrjun ársins með sameiningu dóms- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Starfsmenn hins nýja ráðuneytis eru kringum 70.

Starfsemi innanríkisráðuneytisins verður á fjórum hæðum við Sölvhólsgötu. Á jarðhæð eru afgreiðsla, fundarsalir, viðtalsherbergi og skjalageymsla og síðan skiptist starfsemi skrifstofa  ráðuneytisins á 2. 3. og 4. hæð.

Vonast er til að flutningarnir fimmtudaginn 14. apríl valdi ekki óþægindum fyrir þá sem þurfa að leita til ráðuneytisins. Hugsanlegt er að einhver truflun geti orðið á starfseminni í kringum flutningana en ítrekað er að afgreiðslan verður opin eins og fyrr segir og er símanúmerið það sama: 545 9000.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta