Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki samþykkt ... það þýðir hækkandi sól!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Þau lönd sem hlúa vel að nýsköpun eru líklegri en önnur til að uppskera ríkulega í framtíðinni. Nýlega staðfesti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lög frá Alþingi nr. 159/2009 sem hafa það að markmiði að styðja við rannsóknir og tækniþróun.

Nýsköpunarfyrirtæki geta nú í gegnum stuðningskerfið sótt um skattafslátt. Hann getur numið 20% af kostnaði verkefnis. Hámark styrkhæfs kostnaðar er þó 100 mkr. eða 150 mkr. ef um samstarfsverkefni er að ræða. Hámark skattafsláttar er því á bilinu 20-30 mkr.

Það er í höndum Rannís að ákvarða hvaða verkefni teljast nýsköpunarverkefni í skilningi laganna. Ríkisskattstjóri ákvarðar svo skattafsláttinn við álagningu opinberra gjalda. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta