Reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína
Nr. 15/2011
Reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út nýja aðbúnaðarreglugerð vegna svínaræktar.
Á vegum ráðuneytisins hefur á síðustu mánuðum farið fram mikil vinna sem miðar að því að endurskoða fjölmarga þætti varðandi svínarækt á Íslandi og framtíðarmöguleika þeirrar búgreinar.
Endurskoðun á aðbúnaðarreglugerð svína var hluti af þeirri vinnu og hefur ný og endurbætt reglugerð litið dagsins ljós. Í nýrri reglugerð er miðað við að uppfæra staðla og skilyrði fyrir aðbúnaði svína og laga að þeim kröfum sem gerðar eru í nágrannalöndum okkar, bæði hvað varðar staðla fyrir byggingar og innréttingar sem og almennt um umgengni og hirðingu gripanna. Ný reglugerð er unnin af starfshópi fulltrúa ráðuneytisins, Matvælastofnunar og svínabænda.
Reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína.