Drög að reglugerð um rafrænar undirskriftir til umsagnar
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið leitar umsagna um drög að reglugerð um rafrænar undirskriftir. Umsagnafrestur er til 10. maí og skulu umsagnir sendast á [email protected].
Í drögum að reglugerð um rafrænar undirskriftir sem ráðherra hyggst setja á grundvelli laga nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir er m.a. fjallað um innihald fullgilds vottorðs, kröfur til vottunaraðila, öruggan undirskriftarbúnað og skráningu, eftirlitsgjald og eftirlit með vottunaraðilum sem gefa út fullgild vottorð.