Fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum
Áhugi erlendra fjölmiðla á atkvæðagreiðslu um svokallaða Icesave samninga hefur verið mikill. Fjármálaráðherra hefur því veitt fjölmörg viðtöl við erlenda fjölmiðla í tengslum við málið. Hér má sjá viðtal ráðherrans við breska ríkisútvarpið, BBC.
Boðaði fjármálaráðherra fulltrúa allra erlenda fjölmiðla sem voru staddir á landinu á blaðamannafund daginn eftir atkvæðagreiðsluna og mættu þar fulltrúar m.a. blaðamenn frá öllum ríkisfjölmiðlum Norðurlandanna sem og blaðamenn frá Hollandi og alþjóðlegum fréttaveitum. Aðrir fjölmiðlar bæði evrópskir og bandarískir hafa svo skrifað mikið um málið. Hér má sjá viðtal og grein sem birtist á breska ríkisútvarpinu BBC. Þar útskýrði hann meðal annars hvað tæki við nú og með hvaða hætti greiðslur renna nú til Breta og Hollendinga.
Hér er slóðin á frétt BBC: www.bbc.co.uk/news/world-europe-13029069