Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

LED ljósdíóðutæknin gæti dregið stórlega úr raforkunotkun hjá gróðurhúsabændum

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Blóma- og matjurtabændur gætu vel hugsað sér lægri raforkureikninga og gott ef það á ekki eftir að verða raunin! Vistvæn Orka ehf. hefur unnið að þróun á hagkvæmum og umhverfisvænum gróðurhúsalömpum sem byggja á LED ljósdíóðutækni. Fyrirtækið í samvinnu við Orkusetur iðnaðarráðuneytisins hefur gert prófanir á þessum lömpum og benda niðurstöður til þess að draga megi úr raforkunotkun um allt að 50% - og það án þess að nokkru sé fórnað í gæðum eða uppskerumagni.

Garðyrkjubændur nota nú um 60 GWh á ári til gróðurhúsalýsingar í atvinnuskyni .

Tengill fyrir þá sem vilja vita meira 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta