LED ljósdíóðutæknin gæti dregið stórlega úr raforkunotkun hjá gróðurhúsabændum
Blóma- og matjurtabændur gætu vel hugsað sér lægri raforkureikninga og gott ef það á ekki eftir að verða raunin! Vistvæn Orka ehf. hefur unnið að þróun á hagkvæmum og umhverfisvænum gróðurhúsalömpum sem byggja á LED ljósdíóðutækni. Fyrirtækið í samvinnu við Orkusetur iðnaðarráðuneytisins hefur gert prófanir á þessum lömpum og benda niðurstöður til þess að draga megi úr raforkunotkun um allt að 50% - og það án þess að nokkru sé fórnað í gæðum eða uppskerumagni.
Garðyrkjubændur nota nú um 60 GWh á ári til gróðurhúsalýsingar í atvinnuskyni .