Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Meðallaun starfsmanna ríkisins

Fjármálaráðuneytið, í samstarfi við heildarsamtök starfsmanna ríkisins, Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, hefur birt á vef ráðuneytisins upplýsingar um laun starfsmanna ríkisins eftir bandalögum og stéttarfélögum.

Í kjölfar bókunar frá árinu 2005 um breytta upplýsingagjöf, sem fylgdi kjarasamningum fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stéttarfélaga fyrrnefndra bandalaga, var árið 2010 undirritað samkomulag um umgjörð upplýsingagjafar. Tilgangurinn með samkomulaginu er að samræma upplýsingagjöf til heildarsamtaka ríkisstarfsmanna og að skapa samráðsvettvang um opinbera birtingu upplýsinga um laun ríkisstarfsmanna.

Slík birting lítur nú dagsins ljós í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Framsetning upplýsinganna er í líkingu við þá framsetningu sem var í Fréttariti KOS (Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna) með ákveðnum breytingum. Tímabilið sem upplýsingarnar spanna nú er frá fyrsta ársfjórðungi 2007 til fjórða ársfjórðungs 2010, en áætlað er að upplýsingarnar verði uppfærðar ársfjórðungslega.

Fyrst um sinn verða birt meðallaun þessara þriggja heildarsamtaka og stéttarfélaga innan þeirra, en ætlunin er að síðar taki upplýsingarnar til fleiri stéttarfélaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta