EFJ ... ilmur ættaður úr Eyjafjallajökli
Eldsumbrotin í Eyjafjallajökli fyrir réttu ári síðan vöktu heimsathygli. Hrikaleiki náttúruumbrotanna var þó í huga allra órafjarri fínlegri angan af ilmvatni ... nema Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur.
Gyðja Collection kynnti nýverið íslenska ilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull en það er unnið beint úr jökulvatni frá Eyjafjallajökli en að auki er hraunmola úr eldgosinu vafið utan um ilmvatnsglasið sem gerir innihaldið ekki einungis merkilegt heldur einnig glasið sem um leið verður að skemmtilegum minjagrip úr eldgosinu. Ilmvatnið er komið á markað og er selt bæði hér á Íslandi sem og úti í hinum stóra heimi.
Það þarf frjóan huga, dugnað og áræðni til að fá hugmynd sem þessa og standa með fullþróaða vöru innan eins árs. Sigrún Lilja og hennar fólk í Gyðju Collection hafa greinilega alla þessa eiginleika til að bera!