Sérfræðiálit um peningamálastefnu
Mótun peningastefnu til framtíðar verður eitt viðamesta verkefni efnahagsstjórnunar á Íslandi næstu misserin. Í desember síðastliðnum skilaði Seðlabanki Íslands skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra um peningastefnu eftir höft. Til þess að örva umræðu um framtíðarstefnu í peningamálum fékk efnahags- og viðskiptaráðuneytið þrjá sérfræðinga í peningamálum, Friðrik Má Baldursson, Jón Steinsson og Yngva Örn Kristinsson, til þess að skila álitum á skýrslu Seðlabankans. Álitin voru unnin óháð hvert öðru og er ætlað að mynda grunn víðtækrar umræðu um framtíð peningastefnunnar. Álitin verða kynnt á málstofu í Háskóla Íslands 12. apríl kl. 15.00 og verða almennar umræður í kjölfarið.
Álit Friðriks Más Baldurssonar
Álit Yngva Arnar Kristinssonar
Sérrit Seðlabankans „Peningastefnan eftir höft“ (2010)
Samantekt Seðlabankans um kosti og galla þess að breyta umgjörð peningastefnunnar (2009)