Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

ESA samþykkir tímabundið ríkisaðstoð vegna Byrs hf.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að samþykkja tímabundið ríkisaðstoð til stuðnings við Byr hf.

ESA hefur óskað eftir því að íslensk stjórnvöld leggi fram innan sex mánaða áætlun um endur-skipulagningu nýja Byrs eða slit þess félags. Það er þó ekki fyrr en slík áætlun liggur fyrir sem ESA getur tekið endanlega afstöðu til ríkisaðstoðarinnar.

Byr er nú fjórði stærsti banki á Íslandi á sviði fjármálaþjónustu við fyrirtæki og einstaklinga.

Ríkisaðstoðin auðveldar endurfjármögnun nýja Byrs og uppgjör á kröfum milli gamla og nýja bankans, sem leiðir að lokum til þess að kröfuhafar í gamla Byr eignast um 95% hlutafjár í nýja Byr, en hlutur ríkisins verður um 5%. Markmið aðstoðarinnar er að viðhalda tiltrú á íslenskt fjármálakerfi, en líklegt er að hrun nýja Byrs hefði orðið alvarlegt áfall, einkum fyrir innlánaeigendur á Íslandi.

Við núverandi aðstæður getur Byr ekki mætt fjárþörf sinni á fjármálamörkuðum. Að mati ESA eru ráðstafanirnar viðeigandi og í samræmi við aðsteðjandi vanda, þar sem þær gera nýja Byr kleift að uppfylla lögbundnar eiginfjárkröfur jafnframt því að undirbúa áætlun um endurskipulag á rekstri sem miðar að því að tryggja arðbæran rekstur til frambúðar.

Frekari upplýsingar má sjá í fréttatilkynningu ESA




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta