Doktorsverkefni um Bláa lónið fær alþjóðlega viðurkenningu ... möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu eru miklir!
Að baki framúrskarandi markaðsárangri Bláa lónsins liggur klár stefnumótun og gríðarleg vinna. Einar Svansson, lektor á Bifröst er að skrifa doktorsritgerð við háskólann í Exeter um Bláa lónið og kynnti hann fyrstu niðurstöður sínar á árlegri alþjóðlegri rannsóknarráðstefnu ferðaþjónustuakademíunnar, Creativity & Innovation in Tourism.
Á þessari ráðstefnu sendu um 100 rannsakendur frá um 70 helstu háskólum á þessu sviði inn 50 rannsóknargreinar og til að gera langa sögu stutta hlaut Einar fyrstu verðlaun fyrir bestu grein ársins, Best Paper Award og voru verðlaunin veitt í Cesar Ritz College í Lausanne í Sviss.
Þetta er vitanlega mikil viðurkenning fyrir Einar sjálfan – en um leið staðfesting á því frábæra markaðsstarfi sem unnið er í Bláa lóninu og auk heldur miklum möguleikum íslenskrar ferðaþjónustu