Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

Doktorsverkefni um Bláa lónið fær alþjóðlega viðurkenningu ... möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu eru miklir!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Að baki framúrskarandi markaðsárangri Bláa lónsins liggur klár stefnumótun og gríðarleg vinna. Einar Svansson, lektor á Bifröst er að skrifa doktorsritgerð við háskólann í Exeter um Bláa lónið og kynnti hann fyrstu niðurstöður sínar á árlegri alþjóðlegri rannsóknarráðstefnu ferðaþjónustuakademíunnar, Creativity & Innovation in Tourism.

Á þessari ráðstefnu sendu um 100 rannsakendur frá um 70 helstu háskólum á þessu sviði inn 50 rannsóknargreinar og til að gera langa sögu stutta hlaut Einar fyrstu verðlaun fyrir bestu grein ársins, Best Paper Award og voru verðlaunin veitt í Cesar Ritz College í Lausanne í Sviss.

Þetta er vitanlega mikil viðurkenning fyrir Einar sjálfan – en um leið staðfesting á því frábæra markaðsstarfi sem unnið er í Bláa lóninu og auk heldur miklum möguleikum íslenskrar ferðaþjónustu

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta