Aldrei fór ég suður ... en rosalega væri gaman að fara vestur um páskana!
Um páskana breytist Ísafjörður í Rock City. Popparar í lopapeysum, smábörn, unglingar og aldraðir, erlendir og innlendir fjölmiðlamenn, íbúar og aðkomumenn - allir eru hluti af ævintýrinu Aldrei fór ég suður.
Hátíðin er stórviðburður á Ísafirði enda fyllist bærinn af fólki og dúndur tónlist. Áhrifin eru þó miklu víðtækari en efnahagslegar stærðir geta mælt – heimamenn staðfesta að stolt og gleði Vestfirðinga mælist aldrei hærra og það er ekki lítils virði.
Meðal ferðaþjónustuaðila er mikil umræða um vetrarferðamennsku og mikilvægi þess að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatímabils á sumrin. Sá mikili fjöldi fólks sem Aldrei fór ég suður hátíðin lokkar vestur á Ísafjörð um páskana sýnir og sannar að möguleikarnir eru miklir. Ef hugmyndin er góð og útfærslan rétt – þá streymir að fólk!
Fyrir þá sem eru enn tvístígandi kemur hér upptalning á listamönnunum sem spila á hátíðinni nú um páskana:
Bjartmar og Bergrisarnir - Benni Sig ásamt Vesfirskum perlum - Eggert frá Súðavík (eldhress!) - Ensími - Ég - Fm Belfast - Grafík - Jónas Sigurðsson & ritvélar framtíðarinnar - Klassart - Lars Duppler frá Þýskalandi - Lazyblood - Lifun - Lúðrasveit T.Í ft. Mugison - Miri - Mr. Silla - Ný dönsk - Páll Óskar - Perla Sig. - Pétur Ben - Prinspóló - Quadroplus - Sokkabandið - Sóley - The Vintage Caravan - U.S.I - Valdimar - Virtual motion - Yoda remote.