Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

Á eftir farfugli kemur ferðamaður

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Fuglaskoðun nýtur stöðugt meiri vinsælda og árlega kemur hingað mikill fjöldi ferðamanna - vopnaðir myndavélum og sterkum sjónaukum - til að sinna þessu áhugamáli sínu. Fuglaskoðunarferðir eru enn eitt dæmið um þá fjölbreyttu flóru ferðaþjónustu sem ferðamönnum á Íslandi býðst.

Höfn í Hornafirði er Mekka áhugamanna um fuglaskoðun á þessum árstíma enda Suðausturland fyrsti viðkomustaður fjölmargra farfugla. Grannt er fylgst með komu farfugla á heimasíðu Félags fuglaáhugamanna á Hornafirði og þar má lesa færslu frá gærdeginum:

Á Suðausturlandi er mikið af steindeplum. Stöku kríur hafa sést eftir að sú fyrsta fannst þann 22. apríl og kjóum fer greinilega fjölgandi. Flórgoðar streyma nú til landsins, 10 voru á Þveit, einn í Bjarnanesrotum, 3 á Fífutjörn í suðursveit og 3 við Hala í Suðursveit.

Þjónusta við fuglaáhugamenn hefur þróast mikið á síðustu árum og eru í boði fjölbreyttar fuglaskoðunarferðir um allt land – bæði fyrir þá sem eru ástríðufullir fuglaskoðunarmenn og einnig alla hina sem vilja kíkja sem snöggvast inn í ævintýraveröld fuglanna.

http://www.fuglar.is/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta