Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

List- og menningarfræðsla á Íslandi

Árið 2009 lauk prófessor Anne Bamford við viðamikla rannsókn á listfræðslu á Íslandi. Greining hennar og helstu niðurstöður voru gefnar út í skýrslunni ,,Art and cultural education in Iceland“, sem lýsti listfræðslu á leik, grunn- og framhaldsskólastigi, auk þess að skoða sérskóla í öllum listgreinum og samskipti þeirra við skólakerfið. Gæði listfræðslu á þessum skólastigum voru metin í alþjóðlegu samhengi og settar fram ýmsar ráðleggingar og tillögur til umbóta. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að listfræðsla á Íslandi sé góð á alþjóðlegan mælikvarða og njóti víðtæks stuðnings í samfélaginu.

Rannsóknin var ein sú viðamesta sem ráðist hefur verið í á íslensku skólakerfi af erlendum sérfræðingi. Heimsóttir voru skólar víðsvegar á landinu og rætt við fólk bæði innan og utan skólakerfisins. Í skýrslunni er að finna fjölbreytt viðhorf þessara aðila sem snerta flesta þætti listfræðslu á öllum skólastigum. Fljótlega var ákveðið að þýða skýrsluna í heild sinni til að hún fengi sem besta dreifingu og umræðu innan skólasamfélagsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið fjölmargar ábendingar sem koma fram í skýrslunni til skoðunar og haft þær til hliðsjónar við þá vinnu sem hefur farið fram við stefnumótun í list- og menningarfræðslu. Má þar nefna endurskoðun á námskrá listgreina fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, og viðbótarstig eftir framhaldsskóla.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem greiddu götu prófessor Bamford og aðstoðuðu við gerð skýrslunnar á einhvern hátt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta