Málþing um sögutengda ferðaþjónustu í Norræna húsinu 29. og 30. apríl
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu eru fimm ára á þessu ári og af því tilefni verður hið árlega Söguslóðaþing 2011 haldið í samvinnu við Norræna húsið.
Á föstudeginum 29. apríl kl. 14 - 17 verður málþing þar sem fjallað verður um upplifun og þátttöku gesta í starfi safna og setra og hvernig gesturinn getur ferðast aftur til fortíðar með upplifun á hverjum stað.
Aðal fyrirlesarar koma frá Svíþjóð þar sem þau hafa m.a. séð um rekstur á járnaldarstað sem opinn er allt árið.
Listaháskólinn mun kynna upplifunarhönnun og verkefni sem snúa að því að færa gestum söguna á fjölbreyttan hátt í gegnum, hönnun, veitingar og aðra vöruþróun.
Að auki verða nokkur styttri erindi.
Á laugardeginum 30. apríl kl. 11 - 17 munu félagar í samtökunum kynna sögutengda ferðaþjónustu um allt land með margvíslegum uppákomum, sögum, leiksýningum og kynningum.
Félagar í Samtökum um sögutengda ferðaþjónustu eru nú yfir áttatíu talsins og koma alls staðar að af landinu.
www.soguslodir.is