Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2011 Matvælaráðuneytið

900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur ... og þar af þrjú í iðnaðarráðuneytinu!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Vinnumálastofnun hefur auglýst 900 sumarstörf á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga og eru störfin ætluð námsmönnum og atvinnuleitendum. Þetta er annað árið sem ráðist er í svona átak og var reynsla síðasta sumars mjög góð.

Iðnaðarráðuneytið auglýsir að þessu sinni eftir þremur sumarstarfsmönnum. Fyrst má nefna háskólanema í ferðamálafræði sem ætlað er að vinna greiningarvinnu er lýtur að faglegum og fjárhagslegum stuðningi ráðuneytisins við ferðaþjónustuna. Þá leitar ráðuneytið að háskólanema í stærðfræði eða hagfræði hvers hlutverk er að uppfæra talnagrunn um nýsköpun og atvinnuþróun. Og í þriðja starfið er leitað að háskólanema til að vinna greiningarvinnu vegna landsgerðaáætlunar um endurnýjanlega orku. 

Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Umsóknarfrestur er til 8. maí og stefnt er að því að ljúka ráðningum um miðjan maí.

Upplýsingar um störfin og rafræn umsóknareyðublöð liggja frammi á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vmst.is 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta