Málþing um námskrárgerð í framhaldsskóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun standa fyrir málþingi mánudaginn 16. maí 2011 um námskrárgerð í framhaldsskólum. Auk þess að kynna stöðu og áætlaða framvindu námskrárgerðar í tengslum við innleiðingu laga í framhaldsskólum er markmið málþingsins að skapa vettvang fyrir kennara til að kynna og ræða hugmyndir sínar og tillögur um þróun nýrra námsbrauta. Fyrir hádegi verða fyrirlestrar um námskrármál en eftir hádegi verða settar upp málstofur þar sem skólarnir geta kynnt og rætt sitt þróunarstarf.
Gert er ráð fyrir að málstofurnar spanni fjölbreytileika framhaldsskólans og endurspegli nám fyrir nemendur með þroskahömlun, námsbrautir á fyrsta hæfniþrepi sem lýkur með framhaldsskólaprófi, annars þreps námsbrautir sem lýkur með framhaldsskólaprófi, stúdentsprófsbrautir, listnámsbrautir, starfsnámsbrautir, útfærsla lykilhæfni og grunnþátta. Fleiri efnisflokkar koma til greina, s.s. mismunandi kennsluhættir, námsmat og vinnustaðanám.
Í síðasta lagi 15. apríl eru skólameistarar beðnir um að tilkynna til Ingu Sólnes:
· nafn tengiliða innan skólanna
· hvort og þá hvaða verkefni þeir hafi hug á að kynna
· hversu mörgum þátttakendum megi búast við frá viðkomandi skóla
Málþingið verður haldið í húsnæði Háskóla Íslands, Stakkahlíð og verða fyrirlestrar sendir út á vefnum. Skráning á málþingið fer fram í byrjun maí og verður dagskrá þá send út.
Nánari upplýsingar veitir Inga Sólnes, Gestamóttökunni, netfang: [email protected].