Hoppa yfir valmynd
2. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Iðnaðarráðherra heiðursgestur á ársfundi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku (INLofNA)

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra var heiðursgestur á ársfundi Þjóðræknisfélag Íslendinga í Norður-Ameríku sem haldinn var um helgina í Edmonton í Kanada. Alls sóttu fundinn um 250 manns af íslensku bergi brotnir en  u.þ.b. 200.000 Kanadamenn eiga ættir sínar að rekja til Íslands og 100.000 Bandaríkjamenn.

Katrín hélt erindi um stöðu efnahagsmála á Íslandi á morgunverðarfundi á föstudeginum. Á laugardagskvöldinu hélt hún síðan hátíðarræðu samkomunnar og sem mjög hógværa lýsingu á viðtökum áheyrenda má segja að gerður hafi verið góður rómur að ræðunni. Auk Katrínar töluðu m.a. Mayor Mandel, borgarstjóri  Edmonton og Heather Klimchuk ráðherra í Alberta fylki.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta