Hoppa yfir valmynd
2. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Ísland 2020 ... sóknaráætlun landshluta er ætlað að styrkja atvinnulíf um allt land

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ísland 2020 er stefnuyfirlýsing stjórnvalda um öflugra atvinnulíf og samfélag. Eitt af verkefnunum sem mælt er fyrir um er Sóknaráætlun landshluta og að henni vinnur iðnaðarráðuneytið þessa dagana ásamt innanríkisráðuneytinu og heimamönnum vítt og breytt um landið.

Með Sóknaráætlun landshluta er skilgreindur sameiginlegur vettvangur heimamanna og ráðuneyta þar sem brýnum verkefnum í héraði er forgangsraðað af heimamönnum. Iðnaðar- og innanríkisráðuneyti vinna með sveitastjórnaraðilum og fulltrúum atvinnulífs að því að styðja við framkvæmd einstakara verkefna eftir þörfum og getu. Auk þess verður til áætlun yfir brýn verkefni á hverju svæði sem verður í sífelldri þróun. Meðal verkefnahugmynda er stuðningur við klasasamstarf fyrirtækja á styrkleikasviðum einstakra svæða auk einföldunar og endurskipulagningar á stoðkerfi atvinnulífs og byggðaþróunar. 

Framundan er heilmikil vinna við skilgreiningu og forgangsröðun verkefna og eru væntingarnar miklar um að vinnan skili sér í framkvæmd þeirra verkefna sem heimamenn leggja mesta áherslu á. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta