Hoppa yfir valmynd
2. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Styrkir veittir úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2011

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, að fengnum tillögum stjórnar deildar Verkefnasjóðs sjávarútvegsins um sjávarrannsóknir og samkeppnissviði, úthlutað styrkjum úr sjóðnum sem samtals nema 150 milljónum króna.

Alls bárust 65 umsóknir en sótt var um styrki fyrir um 375 milljónir króna.

Þau verkefni sem styrkt voru fjalla um 20 mismunandi tegundir sjávarlífvera og eru þar 8 tegundir fiska, skeljar, krabbar, örverur, þörungar og dýrasvif. Í sex verkefnum er þorskur meginviðfangsefnið.

Unnt var að styrkja um helming þeirra verkefna sem sótt var um stuðning til og er ljóst að mörg góð verkefni og hæfir vísindamenn hafa nú stuðning og afl til að takast á við viðfangsefni sem skila greininni nýrri þekkingu.


Upplýsingar um styrkþega og verkefni þeirra má sjá hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta