Uppfærðar leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum
Leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum hafa nú verið uppfærðar, en þær voru síðast gefnar út árið 2005. Markmið leiðbeininganna er að tryggja að reikningar vegna málskostnaðar í opinberum málum séu rétt bókaðir.
Málskostnaðarnefnd hefur unnið að endurgerð leiðbeininganna ásamt starfsmönnum innanríkisráðuneytisins(áður dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins) en þær eru ætlaðar öllum þeim stofnunum sem hafa með málskostnað og sakarkostnað að gera, þ. á m. lögreglustjórum, dómstólum og ríkissaksóknara.
- Leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum (pdf-skjal)