Hoppa yfir valmynd
4. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda í skötusel 2010/2011

 Nr. 18/2011

 

Úthlutun aflaheimilda í skötusel 2010/2011

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag undirritað reglugerð um úthlutun 500 lesta aflaheimilda í skötusel fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Kemur úthlutunin nú til viðbótar við þau 800 tonn sem áður hefur verið úthlutað á fiskveiðiárinu í skötusel samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt var af Alþingi í marsmánuði 2010.

Strax í framhaldi af lagabreytingunni var ákveðin 500 tonna úthlutun skötuselsheimilda fyrir fiskveiðiárið 2009/2010 og upphafsúthlutun fyrir það fiskveiðiár sem nú stendur var 400 tonn en alls eru heimildir samkvæmt þessu ákvæði komnar í 1.100 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Fyrir ári síðan var hart tekist á um málið á Alþingi og í almennri umræðu vegna þeirrar pólitísku stefnu sem hér var mörkuð. Hið nýja fyrirkomulag markaði ásamt strandveiðum mikil þáttaskil í fiskveiðistjórnun á Íslandi. Þrátt fyrir gagnrýni sem fram kom í fyrstu hefur þetta fyrirkomulag reynst vel.

Eins og áður nemur hámark úthlutunar á hvert skip 5 lestum og framsal þeirra aflaheimilda sem úthlutað er með þessum hætti er óheimilt. Þá skal aflaheimildum í skötusel sem úthlutað er samkvæmt reglugerð þessari haldið aðgreindum frá aflaheimildum sem úthlutað er í skötusel samkvæmt aflahlutdeildarkerfi.

Skötuselurinn sem áður veiddist aðeins fyrir sunnan og vestanverðu landi hefur verið í sókn hér við land og veiðist nú einnig fyrir Norðurlandi. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta