Hoppa yfir valmynd
6. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundar með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda.

Jón Bjarnason tók fyrir skemmstu á móti stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem kynnti ráðherra ályktanir aðalfundar. Ráðherra og stjórn LS ræddu efnið og hagsmuni greinarinnar á stuttum fundi í ráðuneytinu. Í lok fundar var meðfylgjandi mynd tekin en á henni eru f.v. talið Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Helgi Haukur Hauksson ritari LS og bóndi á Straumi á Héraði, Jóhann Ragnarsson meðstjórnandi LS og bóndi í Laxárdal á Ströndum, Þórarinn Ingi Pétursson varaformaður LS og bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði, Sindri Sigurgeirsson formaður LS og bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri LS. Á myndina vantar Oddnýju Steinu Valsdóttur í Butru í Fljótshlíð sem gegnir nú starfi gjaldkera landssamtakanna.

Stjórn Landss sauðfjárbænda ásamt-JB-og-Gunnfr.-mai-2011

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta