Starf verkefnisstjóra á Suðurnesjum
Mennta- og menningarmálaráðherra auglýsti þann 8. mars 2011 stöðu tveggja verkefnisstjóra um eflingu menntunar á Suðurnesjum í Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Garði og Vogum. Ráðuneytið hefur ráðið Hönnu Maríu Kristjánsdóttur og Rúnar Fossádal Árnason og mun þau gegna störfunum til tveggja ára.
Verkefnisstjórarnir munu starfa undir stjórn stýrihóps um menntun á Suðurnesjum og vinna í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu. Starfsstöð verkefnisstjóranna verður á Suðurnesjum.