Hoppa yfir valmynd
6. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Það eru fyrirtæki á borð við Handpoint sem munu greiða leið okkar út úr efnahagsþrengingum!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Snjöll hugmynd, framúrskarandi útfærsla og kraftmikil markaðssetning er lykillinn að velgengni fyrirtækisins Handpoint ehf. sem í dag hlaut viðurkenninguna Vaxtarsprotann. Fyrirtækið meira en fjórfaldaði veltu sína milli áranna 2009 og 2010 úr 66,7 m.kr í um 347 m.kr.

Þegar horft er til þeirra breytinga sem orðið hafa og eru að verða í smásöluverslun þá er krafan um hagræðingu og afköst sífellt að verða háværari. Breytingum fylgja tækifæri – og þessi tækifæri hafa þau hjá Handpoint svo sannarlega nýtt sér.

Handpoint sérhæfir sig í greiðslulausnum fyrir handtölvur og snjallsíma auk afgreiðslukassa og internetsins. Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjur, flugfélög og bankastofnanir, t.a.m. British Airways, Ryanair, EasyJet, Icelandair, Adidas og Greiðsluveitan.

Handpoint var stofnað árið 1999 af þremur skólabræðrum í verkfræðideild HÍ og tveir þeirra stjórna fyrirtækinu í dag. Starfsmenn Handpoint eru 25 og er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavoginum og í Kambryggjuskíri á Englandi.

Fyrirtækin Marorka, Trackwell og Gogogic fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

Það eru Samtök Iðnaðarins, Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólans í Reykjavík sem standa að baki Vaxtarsprotanum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta