Hoppa yfir valmynd
9. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Fjögurra stjörnu hótel á Leirubakka ... „aðstæður til fjárfestingar gjörbreyttar“

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það er mikill hugur í þeim sem standa að baki Hótel Leirubakka ehf. en félagið ráðgerir að reisa 5.000 fermetra fjögurra stjörnu hótel með sextíu herbergjum, en fyrir er hluti húsnæðis sem nýtist áfram.

Håkan Ydner, sænskur athafnamaður fer fyrir hópi erlendra fjárfesta segir að aðstæður til fjárfestingar hér á landi séu gjörbreyttar frá því sem var fyrir um ári. Jafnframt geri áætlanir ráð fyrir stórfjölgun ferðamanna á næstu árum og að fjölgunin verði að miklu leyti utan hins hefðbundna ferðamanna tíma á sumrin. Gangi þessar spár eftir er augljóst að þörf verður fyrir aukið gistirými og um leið fjölbreyttari afþreyingarmöguleika.

Framkvæmdir munu kosta um einn milljarð króna og er reiknað með að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta